Eldur í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Félagsheimilið á Hvammstanga. Mynd:FE
Félagsheimilið á Hvammstanga. Mynd:FE
Talsverðar skemmdir urðu á húsnæði því er hýsir dreifnám Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga þegar eldur kom upp í félagsheimilinu rétt fyrir miðnætti þann 2. janúar síðastliðinn. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 23:55. Tilkynnt var um eld utandyra í ruslatunnu undir svölum félagsheimilisins en þegar komið var á staðinn hafði eldurinn læst sig í húsnæði dreifnámsins.
 

Jóhannes Kári Bragason, slökkviliðsstjóri, segir í samtali við Húna.is að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn en reykur barst víða um húsið og þurfti að reykræsta að slökkvistarfi loknu.

Upptök eldsins eru ekki að fullu kunn en líklegt þykir að þau eigi rætur að rekja til fikts með flugelda.

Fleiri fréttir