Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Af vettvangi brunans í Steinullarverksmiðunni í gærkvöldi. Mynd: Brunavarnir Skagafjarðar.
Af vettvangi brunans í Steinullarverksmiðunni í gærkvöldi. Mynd: Brunavarnir Skagafjarðar.

Slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar var boðað út rétt fyrir kl. 23.00 í gærkvöldi vegna elds í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Um var að ræða eld í útblástursröri, sem liggur frá verksmiðjunni á norðurhlið byggingarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum náði eldurinn að læsa sig í lauslegt dót sem var fyrir neðan rörið en útbreiðsluhætta var lítil og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eignartjón er minniháttar, segir á Facebooksíðu Brunavarna Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir