Eldur logaði á Illugastöðum

Klukkan 17:22 í dag var slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar kallað út að eyðibýlinu Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði en þar logaði eldur í gömlu íbúðarhúsi. Húsið er steinsteypt, byggt 1928 en síðast notað sem sumarbústaður.
Samkvæmt heimildum Feykis voru dælubíll og tankbíll sendir á staðinn og stóðu slökkvistörf enn yfir er um kvöldmatarleytið. Ekki er Feyki kunnugt um eldsupptök en ekki náðist í slökkviliðsstjóra né lögreglu við vinnslu fréttarinnar.