Elín Ósk Gísladóttir Maður ársins hjá lesendum Feykis
Sú sem fékk flestar tilnefningar sem Maður ársins hjá Feyki var Elín Ósk Gísladóttir, en hún kom samstarfsmanni sínum Ólafi Sigfúsi Benediktssyni til lífsbjargar þegar hann var að hlaupa norræna skólahlaupið með nemendum sínum og fór í hjartastopp. Með snöru viðbragði og kunnáttu sinni náði hún að hnoða hann þar til sjúkralið kom á vettvang.
Viðtal við Mann ársins verður í fyrsta tölublaði ársins sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 9. janúar.