Straumlaust verður sólarhring fyrr en áður var auglýst

Rarik hefur flýtt áður auglýstu straumleysi í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd, sem vera átti frá klukkan 23:00 fimmtudaginn 4. september og til 05:00 föstudaginn 5. september, um sólarhring.

Þetta þýðir að straumlaust verður í kvöld klukkan 23:00 og til klukkan 05:00 á morgun. Rafmagnsleysið er vegna þess að verið er að tengja spenna í aðveitustöðinni við Laxárvatn. 

Fleiri fréttir