Enn fækkar á Norðurlandi vestra
Íbúaþróun hefur verið með ákaflega mismunandi hætti á landinu undanfarin ár segir á heimasíðu Byggðastofnunar en hægt er að skoða þróunina fram til ársins 2013. Þar segir að stóru línurnar séu þær að fólki hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Nokkur stöðugleiki hefur verið í íbúaþróun á Akureyri og í allra næsta nágrenni og á mið-Austurlandi. Víðast hvar annars staðar hefur fólki fækkað og má sjá að á Norðurlandi vestra hefur fækkað um 27 manns.
Blönduós og Skagaströnd eru einu sveitarfélögin á Norðurlandi vestra þar sem fólki fjölgaði en hjá öðrum sveitarfélögunum á svæðinu fækkaði íbúum. Íbúum landsins fjölgaði um 2282 og voru Íslendingar um síðustu áramót alls 321857 talsins.
| Svæði |
Fjöldi 2012 |
Fjöldi 2013 |
Breyting |
| Norðurland vestra |
7298 |
7271 |
-27 |
| Akrahreppur |
197 |
195 |
-2 |
| Blönduós |
871 |
878 |
+7 |
| Húnavatnshreppur |
412 |
405 |
-7 |
| Húnaþing vestra |
1187 |
1177 |
-10 |
| Skagabyggð |
104 |
100 |
-4 |
| Skagafjörður |
4023 |
4010 |
-13 |
| Skagaströnd |
504 |
506 |
+2 |
