Enn fjölgar viðskiptavinum Fjölnets

Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets, Páll Arnar Hauksson verkefnastjóri Keynatura og SagaMedica.
Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets, Páll Arnar Hauksson verkefnastjóri Keynatura og SagaMedica.

Tvö ný fyrirtæki voru að bætast í hóp ánægðra viðskiptarvina Fjölnets þar sem Sagamedica og Keynatura hafa samið við fyrirtækið um alrekstur á tölvukerfum sínum. Með samningi þessum geta fyrirtækin einbeitt sér betur að kjarnastarfssemi sinni, segir  Sigurður Pálsson Framkvæmdarstjóri Fjölnets.

Sagamedica er leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði með framleiðslu á hágæðavörum unnum úr íslenskri náttúru en Keynatura sérhæfir sig í framleiðslu á einu öflugasta andoxunarefni sem finnst í náttúrunni, Astaxanthin.

Fleiri fréttir