Hvalur í ósi Héraðsvatna

Hnúfubakur undan Hegranesi fyrr í sumar. Mynd: Ívar Gylfason
Hnúfubakur undan Hegranesi fyrr í sumar. Mynd: Ívar Gylfason

Svo virtist sem hvalur hefði strandað í gær í ósi Héraðsvatna að vestan. Sást til hvalsins þar sem hann sperrti sporðinn í loft upp og barðist um í sjónum. Var hvalurinn þar dágóða stund en hvarf svo á braut. Hvort hann hafi verið fastur eða bara svona glaður yfir að komast í góða fiskitorfu skal ósagt látið.

Einar Gíslason náði þessu myndbandi af busluganginum í hvalnum. Frá landi var ekki ljóst hvaða hvalategund var þarna á ferð en ætla má að það hafi verið hnúfubakur þar sem sést hefur til þeirra í firðinum í sumar við fæðuöflun og ansi oft verið nálægt landi.

/SHV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir