Ernir hættir flugi til Sauðárkróks

Sex mánaða tilraunaverkefni með áætlunarflug á Sauðárkrók hefur runnið sitt skeið en Flugfélagið Ernir, sem hefur sinnt þessari þjónustu, hefur gefið upp að ekki verði framhald á a.m.k. í bili.
Mikil ánægja ríkti í Skagafirðinum þegar flugið hófst á ný þann 1. desember sl. eftir nokkurra ára hlé. Ríkið veitti fjármunum í verkefnið en alla jafna er þessi flugleið ekki styrkt. Reynt var að fá fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á Norðurlandi vestra til að að styrkja verkefnið með kaupum á miðum eða niðurgreiðslu til félagsmanna sinna en betur hefði mátt til að duga.
Forstjóri Flugfélagsins Ernis, Hörður Guðmundsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 að mögulegt sé að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust.
Tengdar fréttir: