Eyjólfur Þorsteinsson öruggur inn í KS deildina

Í gærkvöldi varð ljóst hverjir tryggðu sér þátttökurétt í þau sex sæti sem laus voru í Meistaradeild Norðurlands 2011 þegar úrtaka fyrir KS-deildina fór fram í reihöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Áhorfendur sem fjölmenntu fylgdust með spennandi keppni úrvals knapa en það var  Eyjólfur Þorsteinsson reiðkennari á Hólum sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim tveimur greinum sem keppt var í.

Hér fyrir neðan má sjá þá sex efstu sem komust áfram í gærkvöldi og munu þeir bætast í hóp þeirra er unnu sér inn keppnisrétt á fyrra keppnistímabili. 

  • Eyjólfur Þorsteinsson
  • Árni Björn Pálsson
  • Baldvin Ari Guðlaugsson
  • Hörður Óli Sæmundarson
  • Riikka Anniina
  • Jón Herkovic

 

Úrslit úr þeim tveimur  greinum keppt var í

Fjórgangur

Knapi  Hestur Eink

  • Eyjólfur Þorsteinsson Ósk frá Þingnesi         6,67
  • Árni Björn Pálsson     Fura frá Enni  6,33
  • Baldvin Ari Guðlaugsson      Logar frá Möðruvöllum         6,27
  • Ingólfur Pálmason      Höfði frá Sauðárkróki            5,93
  • Hallfríður S Óladóttir Kolgerður frá V-Leirárgörðum          5,90
  • Riikka Anniina           Gnótt frá Grund         5,90
  • Guðmundur Þ Elíasson          Fáni frá E-Lækjardal  5,63
  • Hörður Óli Sæmundarson      Hafrún frá Vatnsleysu           5,13
  • Jón Herkovic  Töfrandi frá Árgerði   5,13
  • Sigurður R Pálsson     Gáski frá Pulu 4,70

 

Fimmgangur

Knapi  Hestur Eink

  • Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga  6,93
  • Hörður Óli Sæmundarson      Hreinn frá Vatnsleysu            6,30
  • Árni Björn Pálsson     Ofsi frá St-Ásgeirsá   6,20
  • Sigurður R Pálsson     Glettingur frá Steinnesi          5,93
  • Baldvin Ari Guðlaugsson      Frami frá E-Rauðalæk            5,70
  • Jón Herkovic  Formúla frá Vatnsleysu          5,67
  • Riikka Anniina           Styrnir frá N-Vindheimum    4,93
  • Hallfríður S Óladóttir Rán frá Skefilsstöðum           4,77
  • Guðmundur Þ Elíasson          Súper-Stjarni frá St-Ásgeirsá 4,73
  • Ingólfur Pálmason      Tindur frá Miðsitju     4,67

Meðfylgjandi myndir tók Sveinn Brynjar Pálmason

Fleiri fréttir