Fall er fararheill. Tap 1-0 fyrir Magna

Sameiginlegt lið Tindastóls og Hvatar lék sinn fyrsta "opinbera" leik sl. laugardag þegar liðið spilaði við Magna í Soccerade mótinu.

Mark Magna kom eftir um 10 mínútna spil og var það fyrir hálfgerðan klaufaskap í vörn okkar.

Tindastóll/Hvöt stillti upp afar ungu liði í þessum leik og fjöllmargir lykilmenn voru fjarri góðu gamni. Hinsvegar áttu okkar menn að skora nokkur mörk í þessum leik en lukkudísirnar voru ekki á okkar bandi í leiknum.

Fleiri fréttir