Fann ástina með hjálp 118
Á Norðanáttinni er sagt frá því hvernig þjónusta Já 118 virkaði svo vel þegar ung stúlka á höfuðborgarsvæðinu þurfti að ná tali af ungum pilti frá Hvammstanga sem hún hitti stuttu áður. Það eina sem hún vissi var að hann héti Kári og væri frá Hvammstanga.
Útvarpsstöðin Bylgjan var með jákvæða viku um daginn og drógu þetta fram sem mjög svo jákvætt atriði inn í umræðuna.
Þess má geta í framhjáhlaupi að Rakel er áskorendapenni í nýjasta Feyki og þar skrifar hún nokkur orð um vináttuna.
Viðtalið við Bylgjuna er hægt að nálgast HÉR