Feðgin urðu knapar ársins

Í gærkvöldi var haldin uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna í Tjarnabæ á Sauðárkróki þar sem veitt voru verðlaun fyrir ýmis afrek í heimi hestamennskunnar. Feðginin Elvar E. Einarsson og Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Skörðugili hrepptu titilinn Knapi ársins hvort í sínum flokknum.

 

Kvöldið hófst á því að Hestaíþróttaráð UMSS veitti Knöpum ársins viðurkenningar en þeir eru eftirfarandi:

- Barnaflokkur: Ásdís Ósk Elvarsdóttir

- Unglingaflokkur: Jón Helgi Sigurgeirsson

- Ungmennaflokkur: Hallfríður Óladóttir

- Fullorðinsflokkur:   Elvar E. Einarsson

 

Þá voru afreksverðlaun HSS veitt en þau eru Sörlabikarinn sem hæst dæmda kynbótahrossið hlýtur, Kraftsbikarinn sem veittur er þeim knapa sem bestan árangur nær á kynbótabrautinni og Ófeigsbikarinn þar sem Ræktunarbú ársins er valið.

 

Sörlabikarinn hlýtur gæðingshryssan Þóra frá Prestsbæ en hún stóð m.a. efst kynbótahryssna á Landsmóti sl. sumar. Eigendur hennar eru þau Inga og Ingar Jensen hrossaræktendur á nýbýlinu Prestsbæ í Hegranesi.

Kraftsbikarinn að þessu sinni hlýtur Mette Mannseth  frá Þúfum.

Hrossaræktarbú ársins 2011er Hólabúið og hlýtur Ófeigsbikarinn að launum.

 

Fleiri fréttir