Ferðamáladeildin hefur lotukennslu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.08.2010
kl. 08.27
Skólaárið 2010-2011 mun kennsla í ferðamáladeild Háskólans á Hólum fara fram í lotum. Kennsla í hverju námskeiði, sem metið er á 6 ECTS, mun taka þrjár vikur. Þessar breytingar eru gerðar með bættar aðstæður til náms að leiðarljósi.
Nýnemadagar verða 1. – 3. september. Fyrstu kennslulotur haustmisseris hefjast mánudaginn 6. september og þeim seinustu lýkur 17. desember. Nemendur geta kynnt sér einstök námskeið betur á Stefaníu. Ef smellt er HÉR, má nálgast yfirlit um námskeið og dagsetningar á þeim, þ. m. t. á staðbundnum lotum fjarnema.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.