Ferðasýning í Grunnskólanum á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.12.2008
kl. 13.28
Nemendur í 7. og 8.bekk Grunnskólans á Blönduósi hafa síðastliðnar tvær vikur unnið að uppsetningu ferðasýningar í smiðjutímunum (upplýsingatækni, myndmennt, heimilisfræði og textílmennt).
Verkefnið var unnið samhliða kennslu í samfélagsfræði 7. bekkjar þar sem bókin „Evrópa-álfan okkar“ var kennd. Kynning verkefnisins fór fram 27.nóvember kl. 19:15 í bekkjarstofunum og var fjölskyldum barnanna boðið á sýninguna. Börnin buðu upp á kaffi, kökur og annað gotterí sem þau bjuggu til í heimilisfræði