Ferðum frestað
Vegna óveðursins hefur eftirtöldum áætlunarferðum Bíla og fólks verið frestað eða felldar niður. Ferðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar sem fara átti kl. 08:30 , áætlunarferðunum frá Ólafsfirði og Dalvík til Akureyrar og frá Siglufirði til Reykjavíkur, og ferðunum á milli Snæfellsness og Reykjavíkur er einnig frestað.
Ferðinni frá Reykjavík í Borgarnes, Búðardal og til Hólmavíkur er einnig frestað og er fólkir bent á að athuga með þessar ferðir eftir kl. 11:00 á Bsí. en þá verður tekinákvörðum um hvort ekið verður kl. 13:00
Ákvörðun um akstur á sérleyfisleiðunum á suðurlandi verða teknar um kl. 08:30.