Fergusonfélagið mætir á opnun Búminjasafnsins
Búminjasafnið Lindabæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði opnar 2. júní nk. með pompi og prakt. Til sýnis eru gamlar uppgerðar dráttarvélar og ýmsir búhlutir sem vert er að kíkja á. Opið verður í sumar milli klukkan 13 og 17 fram að miðjum ágúst.
Að sögn Sigmars Jóhannssonar, safnstjóra, hafa félagar í Ferguson félaginu boðað komu sína og ætla að afhenda styrk sem félagið ákvað á aðalfundi sínum í vetur að veita safninu.
Hann segir að kaffi og rjómavöfflur verði í boði fyrir gesti og gangandi fyrir lítið eða kr. 1000.
Vert er að hvetja alla til að líta við á safninu í Lindabæ, ef ekki um helgina þá einhvern tímann seinna í sumar.
Tengd frétt: Fergusonfélagið veitir Búminjasafninu í Lindabæ styrk
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.