Fimm sækja um að halda 13. Unglingalandsmót UMFÍ í sumar

unglingalandsmot_logoFimm aðilar sækja um að halda 13. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands í sumar en umsóknarfrestur þess efnis rann út 10. janúar sl.

 

Þeir sem sækja um eru Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, með móthald í Borgarnesi
Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, mótstaður í Vík
Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, Þorlákshöfn sem mótstað
Ungmennafélag Akureyrar, UFA, og Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, í sameiningu með mótshald á Akureyri og
Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, með móthald á Laugum.

Á stjórnarfundi UMFÍ, sem haldinn verður 20. janúar í Reykjavík, verður ákveðið hvar mótið verður haldið í sumar.

Fleiri fréttir