Fínar frúr og furðuverur

Börnin á Barnaborg á Hofsósi voru í hinum ýmsu gervum. Myndir:FE
Börnin á Barnaborg á Hofsósi voru í hinum ýmsu gervum. Myndir:FE

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að það er öskudagur í dag og eins og vandi er til fara ýmsar kynjaverur á kreik á  slíkum degi. Blaðamaður Feykis var á ferð á Hofsósi í morgun og hitti fyrir þó nokkuð af uppáklæddu fólki og furðuverum.

Löng hefð er fyrir því að nemendur grunnskólans fari, ásamt kennurum sínum, í nokkrum skipulögðum hópum í fyrirtæki staðarins og syngi þar. Hafa kennarar litið á þetta ferðalag sem nokkurs konar grenndarkynningu þar sem nemendur fræðast í leiðinni um hvaða atvinnustarfsemi fer fram á staðnum. Engin undantekning var á því í morgun og rann blaðamaður á hljóðið á nokkrum stöðum þar sem sungið var af lífi og sál. Mátti þar heyra ýmsa góða og vel þekkta smelli. Greinilega hefur verið passað að uppfæra söngskrána og söng elsta stigið "Kúst og fæjó" af mikilli innlifum. 

Nemendur leikskólans Barnaborgar fengu svo góða heimsókn er Árni útibússtjóri í KS kíkti í heimsókn til þeirra og færði þeim harðfisk og Svala enda ekki hægt að skilja aðalfólkið útundan. Að sjálfsögðu unnu þau fyrir glaðningnum með nokkrum vel völdum lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir