FISK Seafood boðar vorið með umhverfisdeginum

Þessi mynd er tekin við ruslatýnslu FISK í fyrra. MYND GG
Þessi mynd er tekin við ruslatýnslu FISK í fyrra. MYND GG

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 3. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Litla skógi, í Varmahlíð, á Hólum, á Hofsósi, í Fljótunum og vegköntum um allan fjörð. Frá 12:15-13:00 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.

Umhverfisdagurinn er samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Í ár mun FISK Seafood líkt og í fyrra greiða 12.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning þess íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskar.

Fólk er hvatt til að taka þátt og skrá sig fyrir miðvikudaginn 30.apríl nk. með ósk um góðan og skemmtilegan fjölskyldudag.

Á umhverfisdeginum fyrir ári síðan var 17,6 tonnum af rusli safnað en það var aðeins minna en árinu áður en þá voru tekin 18,4 tonn af rusli. Umhverfisdagur Fisk Seafood hefur hlotið viður- kenningu fyrir einstak framtak en verkefninu var komið á fót til að ýta undir samvinnu- og umhverfis- hugsjón í samfélaginu. Verkefnið hefur stækkað ár frá ári og er öllum deildum og aðildarfélögum innan UMSS boðið að taka þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir