FISK kaupir allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi

FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, sem áður hét HB Grandi. Á Fréttablaðið.is kemur fram að hluturinn hafi verið rúmlega fimm milljarðar króna. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent bréf FISK-Seafood í Högum, en FISK átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum.

„Gildi fór með liðlega 8,5 prósenta hlut í Brimi og er sá hlutur kominn í hendur FISK-Seafood sem gerir félagið að einum stærsta hluthafa útgerðarrisans. Markaðsvirði Brims er rúmlega 63 milljarðar króna.

Gildi var stærsti hluthafinn í Högum fyrir viðskiptin með 12,5 prósenta hlut. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar hvort Gildi hafi í viðskiptunum tekið yfir allan hlut FISK-Seafood í Högum, eða aðeins hluta hans, en sjávarútvegsfyrirtækið seldi í morgun allan eignarhlut sinn í Högum, samkvæmt heimildum Markaðarins, samtals 55,5 milljónir hluta, á genginu 41,5 krónur á hlut, jafnvirði um 2,3 milljarða króna,“ segir á frettabladid.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir