FISK stækkar hráefniskæli og starfsmannaaðstöðu

Framkvæmdir hófust um síðustu helgi. Mynd: FISK.is.
Framkvæmdir hófust um síðustu helgi. Mynd: FISK.is.

Um síðustu helgi hófust framkvæmdir við viðbyggingu við fiskvinnslu FISK Seafood við Eyrarveg 18 á Sauðárkróki. Til stendur að stækka hráefniskæli fyrirtækisins um 280 fm og stækka inngang og starfsmannaaðstöðu um 70 fm, samtals 350 fm.

Á heimasíðu FISK Seafood segir að verktaki sé Friðrik Jónsson ehf. og verkfræðistofan Stoð ehf. sem sá um hönnun og teikningu á viðbyggingunni. Áætluð verklok eru í haust.

Fleiri fréttir