Fiskibáturinn Alda HU 112 kominn til Skagastrandar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.05.2014
kl. 11.14
Nýr fiskibátur er kominn til Skagastrandar en Vík ehf útgerð hefur endurnýjað fiskiskipið Öldu HU 112 með kaupum á Kristni II SH 712, sem er 13 m langur og 14,92 tonna yfirbyggður plastbátur. Kristinn II er smíðaður hjá Trefjum ehf 2006 og segir á vef Skagastrandar að hann sé í alla staði mjög vel útbúinn.
Báturinn kom til hafnar á Skagaströnd í gær en hann hefur verið gerður út frá Skagaströnd hluta úr árinu, undanfarin ár. Báturinn mun hljóta nafnið Alda og verður með skráningarnúmerið HU 112. Skipstjóri á bátnum verður Jóhann Sigurjónsson.