Fjallað um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
28.08.2019
kl. 13.11
Næstkomandi sunnudag, þann 1. september klukkan 15:00, verða haldnir tveir fyrirlestrar um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu við Árbraut 29 á Blönduósi. Fyrirlestrarnir eru tileinkaðir evrópskum menningarminjadögum sem haldnir verða hér á landi helgina 30. ágúst - 1. september.
Sigríður Sigurðardóttir, sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Prýðileg reiðtygi og Ragnheiður Þórsdóttir, veflistakona og kennari flytur fyrirlesturinn Söðuláklæðin gömlu.
Allir eru velkomnir á fyrirlestrana. Aðgangseyrir safnsins gildir inn og verður boðið upp á kaffi og kleinur að dagskrá lokinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.