Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Á morgun fimmtudaginn 27. febrúar verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og Þuríður í Glaumbæ verður með sögustund í baðstofunni.

Í Áskaffi verður hægt að fá rjúkandi heitt súkkulaði og pönnuköku á tilboðsverði, á 500 krónur. Dagskráin verður frá kl. 14-16. Frítt verður á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum – verið velkomin í Glaumbæ. 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir