Fleiri búnir að kjósa en fyrir ári

Kjörsókn á Sauðárkróki er ívið betri en fyrir ári en klukkan 11 í morgun höfðu 162 aðilar kosið samanborið við 157 í fyrra. Þá voru utankjörfundaratkvæðin einnig fleiri fyrir kosningarnar nú, alls 334 en 292 í síðustu kosningum.
Upp úr klukkan 11 í morgun mætti Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, á kjörstað í húsakynnum FNV á Sauðárkróki. Hún kom ný inn í pólitík fyrir síðustu kosningar og er nú að heyja sína aðra kosningabaráttu til Alþingis á aðeins rúmu ári.
„Mér líst bara alveg ágætlega á þetta. Líkurnar hjá okkur eru nú samt ekki jafn góðar og í fyrra en ég er mjög jákvæð og hef fundið fyrir góðum meðbyr núna þessa kosningabaráttuna í kjördæminu og ég er bara spennt að sjá hvernig þetta kemur út. Það er svo sem lítið sem ég get gert aukalega en bíða og sjá. Núna er þetta í höndum kjósenda,“ sagði Eva Pandora.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.