Flestir í sóttkví á Króknum á Norðurlandi vestra

Sjö ný Covid-19 smit hafa greinst á Norðurlandi vestra síðasta sólahringinn og eru þá orðin alls 29 en fjöldi einstaklinga í sóttkví hefur snarminnkað, úr 363 í 160, þ.e. fækkað um 203. Þeir sem á annað borð sæta einangrun á svæðinu eru flestir staðsettir í dreifbýli Húnaþings með póstnúmer 531, eða tíu manns en fæstir á Sauðárkróki þar sem þrír eru í einangrun en aftur á móti eru flesti í sóttkví þar eða 40 manns.

Á Hvammstanga eru níu manns í einangrun og sex í Hrútafjarðarpóstnúmerinu 500 eftir því sem kemur fram að Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Alls hafa 300 manns lokið sóttkví á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir