FNV í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra varð í 2. sæti í sínum flokki í átakinu Hjólum í skólann, sem varði frá 12. – 16. september, á eftir Menntaskólanum á Ísafirði. Í átakinu kepptust nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla.  

Markmið verkefnisins var að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. „Til gamans má geta þess að frá því í fyrra þegar Hjólum í skólann var haldið í fyrsta sinn hefur orðin mikil aukning á þeim sem völdu að hjóla í skólann enn hlutfallið var 37,9% í fyrra,“ segir í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár sem er tveimur fleiri skólum en árið 2013. Þátttakendur voru alls 1.236 og hjólaðir voru 12.528 km eða 9,36 hringir í kringum Ísland. Ferðamáti þátttakenda skiptist svona: hjólað 65,6%, strætó/ganga 19,4%, ganga 11,9%, strætó/hjólað 2,0%, hlaup 1,0%, annað 0,2% og línuskautar 0%.

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, mánudaginn 22. september. Veittar verða viðurkenningar fyrir flesta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki.

Úrslit Hjólum í skólann í hverjum flokki fyrir sig voru:

0 – 399 nemendur og starfsmenn

Sæti Skóli Þátttökudagar
1. sæti Menntaskólinn á Ísafirði 0,287
2. sæti Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra 0,225
3. sæti Framhaldsskólinn á Húsavík 0,100

*Alls voru 4 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

400 – 999 nemendur og starfsmenn

Sæti Skóli Þátttökudagar
1. sæti Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 0,405
2. sæti Fjölbrautaskóli Vesturlands 0,089
3. sæti Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 0,039

*Alls voru 5 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

1000 o.fl. nemendur og starfsmenn

Sæti Skóli Þátttökudagar
1. sæti Menntaskólinn við Hamrahlíð 0,171
2. sæti Fjölbrautaskólinn við Ármúla 0,145
3. sæti Fjölbrautaskóli Suðurlands 0,107

*Alls voru 10 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

Fleiri fréttir