Formaðurinn kom fyrstur í mark í sjósundinu

Sigurjón Þórðarson eftir frækilekan sigur í sjósundi. Mynd: UMFÍ/Pedromyndir

Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og fyrrverandi alþingismaður, sigraði í sjósundi á Landsmóti UMFÍ um helgina. Sigurjón synti á 29.57 mínútum og sigraði með nokkrum yfirburðum.

 

 

 

Í öðru sæti varð Benedikt Jónsson, UMSK, á 31.15 mínútum og jafnir í 3.-4. sæti urðu þeir Freystienn Viðarsson, ÍBA, og Baldur Finnsson, ÍBA, á 31,44 mínútum.

Árangur Sigurjóns er sérstaklega athyglisverður að því leiti að hann hefur ekki lagt það fyrir sig að stunda sjósund.

Fleiri fréttir