Fornminjasjóður úthlutar styrkjum
Fornminjasjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2019. Alls bárust 69 umsóknir til sjóðsins og hlutu 23 af þeim styrk að þessu sinni. Heildarfjárhæð úthlutunar nam 41.980.000 króna en sótt var samtals um styrki að upphæð tæpar 160 milljónir króna.
Í tilkynningu frá sjóðnum segir að 81% umsóknanna hafi talist styrkhæfar og sé það óvenju hátt hlutfall. Umsóknir eru metnar á skalanum 0-15 og hlutu allar umsóknir sem fengu 14 og 15 í einkunn styrk en velja þurfti úr þeim umsóknum sem fengu 13 í einkunn.
Eftirtalin verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk:
Þingeyrabúið ehf. - 1.600.000 kr. til viðgerða á minningamörkum og minningarreit á Þingeyrum.
Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga - 800 þúsund kr. til úrvinnslu, skráningar og greiningar beina úr Skagfirsku kirkjurannsókninni.
Höskuldsstaðakirkjugarður – 530.000 kr. til verkefnisins Höskuldsstaðir – Sögutorg - Lokafrágangur og viðgerð minningarmerkja.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.