Förum sparlega með heita vatnið

Vetrarstemning. MYND: PIB
Vetrarstemning. MYND: PIB

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er biðlað til viðskiptavina að fara sparlega með heita vatnið nú þegar frostið er í tveggja stafa tölu dag eftir dag svo ekki þurfi að koma til lokana.

Sérstaklega er fólki bent á að sleppa notkun á heitum pottum meðan kuldinn er sem mestur.

Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir áframhaldandi frosti á morgun og þriðjudag en á miðvikudag verður breyting á því um hádegi verður hitinn skriðinn upp fyrir frostmark og þá má reikna með rignarveðri og sunnanroki. Síðan kólnar aðeins á ný og þá mun væntanlega snjóa eitthvað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir