Fræðsludagur Búnaðarsambands Skagfirðinga
Búnaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði og munu umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Efni fundarins:
• Kolefnisspor í landbúnaði – Snorri Þorsteinsson, RML
• Möguleikar bænda á kolefnisbindingu – Björn Barkarson, Umhverfisráðuneyti
• Hvernig má minnka plastnotkun í landbúnaði? – Finnbogi Magnússon, Jötunvélum
• Eru steyptir fóðurturnar lausn fyrir íslenskan landbúnað? – Sigtryggur Veigar Herbertsson, RML
• Bætt nýting tilbúins áburðar – Eiríkur Loftsson, RML
• Bætt nýting búfjáráburðar – Þórarinn Leifsson, bóndi Keldudal
Fundurinn hefst kl. 12:30 með léttum hádegisverði fyrir þá sem vilja og erindum kl. 13:00. Í lokin verða pallborðsumræður, kaffi og vörukynning. Þeir sem þiggja boð um léttan hádegisverð eru beðnir að skrá sig á netfangið ee@rml.is fyrir miðvikudaginn 20. febrúar. Aðrir sem ætla að mæta mega gjarnan senda tilkynningu um þátttöku, en það er ekki skilyrði. Fundurinn er öllum opinn.
Búnaðarsamband Skagfirðinga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.