Fræðsludagur um lesblindu

 Mikið er um að vera hjá Farskólanum þessa dagana. Námskeiðin Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum eru farin af stað á Sauðárkróki og Siglufirði og þá verður haldinn fræðsludagur um lesblindu dagana 8. og 9. október.

Í byrjun september hófust þrjú stór námskeið. Þau eru Iðngrunnur á Sauðárkróki en það námskeið sitja iðnaðarmenn. Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, sem er 300 stunda námskeið hófst á Sauðárkróki og stendur fram á vor. Seinni hluti sama námskeið er haldið á Siglufirði og lýkur því í desember.

Enn eru nokkur pláss laus í nýjan Grunnmenntaskóla á Sauðárkróki og gert ráð fyrir að hann fari af stað um leið og lágmarksþátttöku er náð sem er 10 - 12 manns.

Í Húnavatnssýslum eru fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu í undirbúningi; samtals þrjú námskeið.

Ljósmyndanámskeið, framhald verður haldið á Sauðárkróki helgarnar 2. og 3. október og 9. og 10. október. Þátttaka er góð.

Fleira er á döfinni hjá Farskólanum og má þar nefna spennandi Fræðsludaga um lesblindu fullorðinna sem verða 8. og 9. október á Blönduósi og Sauðárkróki. Meira um það síðar.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir