Fræðslufundur Alzheimersamtakanna á Sauðárkróki

Um 30 gestir sóttu fundinn. Mynd: Facebooksíða Alzheimersamtakanna.
Um 30 gestir sóttu fundinn. Mynd: Facebooksíða Alzheimersamtakanna.

Nýlega héldu Alzheimersamtökin opinn fræðslufund á Sauðárkróki. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir er fræðslu- og verkefnastjóri hjá samtökunum en þess má geta að móðir hennar er Sigurlaug Jónsdóttir frá Flugumýri. Hún segir aðsókn á fundinn hafa verið mjög góða en það voru fulltrúar samtakanna hér á svæðinu, þær María Ásgrímsdóttir, félagsliði, og Helga Sigurbjörnsdóttir, aðstandandi einstaklings með heilabilun, sem sáu um undirbúning og skipulag fundarins.

Á dagskrá fundarins var kynning á starfsemi Alzheimersamtakanna sem Sirrý Sif sá um, kynning á Memaxi samskiptakerfi og sjónarhorn aðstandanda Sirrý Sif Sigurlaugardóttir kynnti starfsemi Alzheimersamtakanna. frá Guðbjörgu Árnadóttur yfirhjúkrunarfræðingi á D5 á HSN. Aðalsteinn Ísfjörð lék á harmonikku við upphaf fundar og í lokin. Aðalsteinn, sem er með Alzheimer, þandi nikkuna af mikilli fimi og bauð gestum að taka undir í nokkrum lögum. Margir gestanna notuðu tækifærið og gerðust félagar í samtökunum. 

Guðbjörg Árnadóttir yfirhjúkrunarfræðingur. Fundurinn á Sauðárkróki var liður í fræðslustarfsemi Alzheimersamtakanna víðsvegar um landið. Að sögn Sirrýar hefur umræðan um heilabilunarsjúkdóma verið að opnast mikið undanfarin ár sem sé mjög mikilvægt þar sem aukin fræðsla hjálpi mikið til við alla umönnun sjúklinganna. Í apríl næstkomandi munu samtökin svo standa fyrir námskeiði á Sauðárkróki fyrir starfsfólk sjúkrahússins og dvalarheimilisins.

Alzheimersamtökin reka tengslanet á landsbyggðinni og eru nú starfandi tenglar á 14 stöðum á landinu og unnið er að frekari þéttingu netsins. Tenglar starfa hver í sínu nærumhverfi, á eigin vegum og/eða í samvinnu við Alzheimersamtökin. Á heimasíðu Alzheimersamtakanna má kynna sér tengslanetið ásamt því að finna ýmsan fróðleik um heilabilun og lífið með þess háttar sjúkdómum auk upplýsinga um starfsemi samtakanna.

Myndir frá fundinum Á Sauðárkróki má skoða á facebooksíðu samtakanna með því að smella hér.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir