Fræðsluverkefni fyrir fullorðna í Austur-Húnavatnssýslu
Kennsla í fræðsluverkefni fyrir fullorðna í Austur Húnavatnssýslu hófst á Blönduósi í síðustu viku með fræðsluverkefninu "Eflum byggð" á Blönduósi.
Verkefnið er 2ja ára nám fyrir fullorðna og má lesa nánar um verkefnið á heimasíðu Farskólans. Verkefnisstjóri er Gunnar T. Halldórsson. Nemendur í byrjunarhópnum á Blönduósi eru yfir 20 og fjölgar enn.
Eftir stutta kynningu á verkefninu og kennurum þess hófst kennslan. Kennt verður þrjú kvöld í viku og byrjað með Lífsvefinn, þar sem m.a. er fjallað um sjálfstraust, tjáskipti, samskipti, fjölskyldu, vinnustað , nám og námstækni, fjármál heimilanna o.fl. og Upplýsingatækni.
Fyrirhugað er að byrja með hóp á Skagaströnd um leið og næg þátttaka fæst.