Framkvæmdagleði á Blönduósi
Lokið er vinnu við að að steypa grunninn að nýju húsnæði á Blönduósvelli en þar byggir Umf. Hvöt um 70 fermetra húsnæði sem mun hýsa salerni og vinnuaðstöðu vallarstarfsmanna, eins og greint er frá á vefnum huni.is.
Þá reisti Hjörleifur Júlíusson fyrir rúmri viku útveggi á nýju húsi á lóð þeirri sem einu sinni stóð hýsti Blönduskálinn. Einnig eru hafnar framkvæmdir við endurnýjun „sýslumannsbrekkunnar“ þ.e. Aðalgötu, frá Tilraun upp að kirkjugarðinum, en endurnýjunin var boðin út í lokuðu tilboði á dögunum og var það Júlíus Líndal ehf. sem var með lægsta tilboðið.
Þess ber einnig að geta að farið verður í ákveðnar endurbætur á Félagsheimilinu í sumar. Þá var nýlega flutt fuglaskoðunarhús til Blönduóss og því komið upp þar, eins og greint hefur verið frá hér á vefnum og á huni.is.