Framsóknarmenn á Norðvesturlandi í kjördæmaviku

Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og liggja þingstörf niðri en þingmenn nýta dagana til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Þingmenn Framsóknarflokksins eru á ferð um Norðvesturland í dag og boða til funda á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki sem hér segir:

Á Hvammstanga á veitingahúsinu Sjávarborg klukkan 12.00. Þar taka Sigurður Ingi og Líneik Anna taka á móti gestum.

Á Skagaströnd á Kaffi Bjarmanesi klukkan 17.00. Halla Signý og Þórarinn Ingi taka á móti gestum.

Á Blönduósi á veitingahúsinu Teni klukkan 17.00. Sigurður Ingi og Líneik Anna taka á móti gestum.

Á Sauðárkróki á Kaffi Krók klukkan. 20.00. Þangað mæta Sigurður Ingi, Halla Signý, Líneik Anna og Þórarinn Ingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir