Frestun dragnótaveiðibanns fagnað
Á síðasta fundi byggðarráðs Húnaþings vestra greindi sveitarstjóri frá viðræðum er hann, oddviti og Ómar Karlsson f.h. B.B.H. útgerðar áttu við fulltrúa landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins um boðað bann á dragnótaveiðum í Hrútafirði, Húnafirði og Miðfirði er átti að taka gildi nú á haustmánuðum.
Sveitarstjóri upplýsti að ráðuneytið hafi um sl. mánaðarmót gefið út reglugerð þar sem horfið hefur verið frá áðurboðuðu banni og undanþága veitt til næstu áramóta til dragnótaveiða í Hrútafirði og Miðfirði með ákveðnum takmörkunum.
Byggðarráð fagnar viðbrögðum ráðuneytisins við óskum sveitarstjórnar og hagsmunaaðila um endurskoðun á áðurnefndu banni við dragnótaveiðum en slíkt bann hefði haft mjög neikvæð áhrif á rekstur útgerðar frá Hvammstanga og rekstur Hvammstangahafnar. Þá leggur byggðarráð áherslu á að gildistími undanþágunnar verði til lengri tíma
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.