Friðrik Ómar á Blönduósi í kvöld

Friðrik Ómar verður á hugljúfu nótunum í Blönduóskirkju í kvöld.

Stórsöngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson verður með tónleika í Blönduóskirkju í kvöld klukkan 20:30. Eru tónleikarnir liður í tónleikaferð söngvarans um landið.

Annað kvöld verður Friðrik með tónleika í Ólafsfjarðarkirkju og verða þeir  Sérstakir styrktartónleikar vegna sviplegs fráfalls Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur. Rennur allur ágóði af þeim tónleikum í  styrktarsjóð sem stofnaður var af vinum hinnar látnu.
 Á föstudag verður Friðrik síðan á sínum heimaslóðum og syngur í Dalvíkurkirkju.

Á efnisskrá Friðriks verða þekkt dægurlög auk þess sem hann tekur vinsæl lög úr smiðju Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar við undirleik Grétars Örvarssonar. Þeir félagar lofa hugljúfri og notalegri kvöldstund í Blönduóskirkju í kvöld.

Fleiri fréttir