Frjálsíþróttaskóli á Sauðárkróki í sumar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.05.2014
kl. 14.00
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á fimm stöðum á landinu í sumar, og er Sauðárkrókur einn þeirra. Þar starfar skólinn dagana 21.-25. júlí. „Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er kjörið tækifæri fyrir öll ungmenni á aldrinum 11-18 ára,“ segir í tilkynningu frá UMFÍ.
Auk æfinga í frjálsum íþróttum verður farið í aðrar íþróttir sem og kvöldvökur, gönguferðir og fleira skemmtilegt sem eflir félagsandann. Innifalið í verði sem er kr. 20.000 er gisting, matur og kennsla. Skráning er á vef UMFí.