Frjálslyndir fagna

Stjórn Frjálslynda flokksins fagnar hugmyndum Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, um að auknar veiðar á þorski, ufsa, ýsu, karfa og sumargots síld.

Þetta segir í ályktun frá flokknum. Jafnframt segir; „Stjórn Frjálslynda flokksins fagnar því að leigja eigi út þessar auknu heimildir til allra þeirra sem áhuga hafa á að leigja til sín veiðiheimildir og er það spor í þá átt að virt séu mannréttindi í tengslum við fiskveiðastjórnun hér á landi.

Stjórn Frjálslynda flokksins vill ennfremur að veiðiheimildir verði auknar, í þorski um 100. 000 tonn, í ufsa um 20.000 tonn, á ýsu um 15.000 tonn, í karfa um 15.000 tonn og á sumargotssíld um 100.000 tonn. Einnig vill stjórn Frjálslynda flokksins að veiðar á löngu, keilu, sandkola og sólkola verði gefnar frjálsar. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir