Frumkvöðlamennt og lýðræði í skólastarfi

Rita Didriksen, kennari við Grunnskólann austan Vatna,  hefur verið valin og fengið Evrópustyrk, til að taka þátt í viku námsheimsókn til  Svíþjóðar næsta vetur.

Heimsóknin er til Hallands sem hefur eflingu frumkvöðlastarfs sem eitt þriggja markmiða sinna til að efla sveitarfélagið. Lögð er áhersla á frumkvöðlamennt í skólastarfi og munu þátttakendur kynnast heildarhugsun í uppbyggingu og á hvern hátt verið er að vinna í skólum frá leikskólum til háskóla.

Rita hefur á undanförnum árum unnið ötullega að fjölbreyttu frumkvöðlastarfi með nemendum í Grunnskólanum austan Vatna og er því vel að styrknum komin.

Fleiri fréttir