Fuglarnir í garðinum

Víxlnefur. Mynd: Einar Þorleifsson, myndin fengin af nnv.is.
Víxlnefur. Mynd: Einar Þorleifsson, myndin fengin af nnv.is.

Annað kvöld, fimmtudaginn 5. desember, heldur Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra, fyrirlestur sem nefnist Fuglarnir í garðinum og er hluti af fyrirlestraröð Náttúrustofu Norðurlands vestra. 

Í fyrirlestri sínum fjallar Einar um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði. Einnig um hvaða tré og runnar laða að fugla, um fuglahús, hreiðurkassa, fuglafóðrun o.fl.

Einar Ó. Þorleifsson tók til starfa á Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrr á þessu ári. Hnn er menntaður í landfræði frá Háskóla Íslands með sérgreinar í líffræði og jarðfræði. Einar hefur lagt stund á fuglarannsóknir til margra ára. Helstu sérgreinar hanns eru votlendislífríki og votlendisfuglar. Einar hefur einnig fengist við rannsóknir á útbreiðslu fugla, sérstaklega þær fuglategundir sem hafa numið land á Íslandi á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag.

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem hefst kl. 20:00 í húsnæði Náttúrustofu að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir