Fundu fíkniefni í sumarbústað
feykir.is
Skagafjörður
13.05.2019
kl. 08.05
Lögreglan á Norðurlandi vestra fann fíkniefni sl. laugardag í sumarbústað sem ungmenni höfðu tekið á leigu. Húsleit var framkvæmd með aðstoð leitarhunds og fundust fíkniefni en um var að ræða bæði kannabisefni sem og örvandi fíkniefni. Á Facebooksíðu embættisins voru tveir aðilar undir átján ára og var þeim, í samstarfi við barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, komið í hendur foreldra sinna.
Þá segir í færslunni að Lögreglan á Norðurlandi vestra hafi í síðustu viku handtekið tvo ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregla minnir á fíkniefnasímann 800-5005.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.