Fundur um norrænt hestakyn á Hólum

Fyrsti vinnufundur um verkefnisins „Riding Native Nordic Breeds“ var haldinn við Háskólann á Hólum dagana 24.-25. október sl. Þar voru til umræðu staðbundin norræn hestakyn í sínu upprunalega umhverfi og hvernig hægt er að efla ferðaþjónustu byggða á þeim hestakynjum í Vestur-Noregi, Íslandi og Færeyjum. 

Fram kemur á heimasíðu Hólaskóla að horft er til íslenska hestsins, sem þegar er mikið notaður í ferðaþjónustu, norska fjarðahestsins og þeim færeyska, sem er nærri útdauður. Verkefnið miðar að því að stuðla að varðveislu húsdýrakyns sem er í hættu með því að finna því nýtt hlutverk og sömuleiðis að bæta þjónustu og auka vöruframboð og fagmennsku í greininni. Lagt er áherslu á yfirfærslu þekkingar til fyrirtækja innan svæðisins sem hestana nota.

Verkefnið er styrkt af NORA, Norræna Atlantssamstarfinu og hefur það þegar vakið áhuga ræktenda annarra upprunalegra hestakynja í Noregi, s.s. Nordlands- eða Lynghesta.

Í verkefnisstjórn eru þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Helgadóttir frá Hólaskóla, Rhys Evans frá Høgskulen for landbruk og bygdenæringar og Anna Louisa Jóensen frá félaginu Føroyska rossid.

Fleiri fréttir