Fýluferð í Þorlákshöfn

Frá leik Tindastóls og Ægis í fyrra. Mynd: ÓAB.
Frá leik Tindastóls og Ægis í fyrra. Mynd: ÓAB.

Strákarnir í Tindastóll lögðu leið sína í Þorlákshöfn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem að þeir steinlágu fyrir heimamönnum í Ægi, 3:1. 

Ægismenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 30. mínútu og svo næstu tvö á 52. og 64. mínútu. Pape Mamadou Faye minnkaði muninn á 86. mínútu en það dugði ekki til. Það gerðist síðan í annað skiptið á þessum sumri að leikmaður Tindastóls fær sitt annað gula spjald að leik loknum en að þessu sinni var það Jónas Aron sem fékk að líta sitt seinna gula fyrir kjaftbrúk eftir leik og þar með rautt. Það er spurning hvort að Haukur æfi það sérstaklega á næstu æfingu að ganga af velli þegjandi og hljóðalaust. 

Blaðamaður Feykis var ekki á vellinum og sá ekki leikinn, en samkvæmt heimildamönnum hans voru Stólarnir ekki síðri aðilinn í leiknum og hefði leikurinn hæglega getað fallið með þeim. 

 Stólarnir sitja í tíunda sæti þriðju deildarinnar með fjögur stig og mæta Sindra í næsta leik sem fer fram á Sauðárkróki núna á sunnudaginn 20. júní og þar dugir ekkert annað en sigur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir