Gæruhljómsveitir - Sjálfsprottin Spévísi
Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á Gærunni í ár og mun vera með stuttar kynningar á þeim fram að hátíðinni.
Sjálfsprottin Spévísi verður á meðal þeirra hljómsveita sem stíga á stokk á Gærunni í ár.
Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Íslenskumælandi Blaðberasíðpönk með dass af allskonar mjúsíktilbrigðum.
Hafið þið lent í skemmtilegum uppákomum á tónleikum hjá ykkur? Á okkar yngri árum héldum við tónleika í gamalli sjoppu á Akureyri, sem lögreglan böstaði, enda hefðu ekki fengist þau leyfi sem þurfti, auk þess mættu fleiri en við höfðum búist við og sjoppan líklegast c.a. 10 fermetrar. Við náðum að leggja frá okkur hljóðfærin og flýja, skemmtilegt kvöld.
Hvað er á döfinni hjá ykkur? Erum að vinna í nýjum lögum fyrir næstu plötu,
Hvernig leggst það í ykkur að spila á Gærunni 2014? Getum ekki beðið! Þetta verður brilljant!