Gærurnar láta undan þrýstingi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
12.08.2010
kl. 08.06
Miklum þrýstingi hefur verið beitt á Gærurnar í Vestur-Húnavatnssýslu að leggja ekki strax upp laupana með Nytjamarkaðinn sem glatt hefur gesti og gangandi í gærukjallara sláturhússins á Hvammstanga í sumar.
Hafa þær ákveðið að að láta undan þrýstingi og hafa Nytjamarkaðinn opinn einu sinni enn á þessu sumri. n.k. laugardag, 14. ágúst, milli kl. 11:00 og 16:00.
Það ætti enginn að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara því eins og segir í slagorði Gæranna er eins manns rusl er annars gull.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.