Gamlársdagshlaupið 2013
Hið árlega Gamlársdagshlaup var þreytt í dag á Sauðárkróki. Fólk gat valið sér þá vegalengd sem það vildi og hvort það færi hlaupandi, gangandi, hjólandi eða með öðrum hætti svo framarlega sem það krafðist hreyfingar viðkomandi. Metþáttaka var í hlaupinu í ár og voru 292 keppendur skráðir til leiks. Í lok hlaupsins var svo happdrætti en heildarverðmæti vinninganna voru um 200 þúsund krónur.
Blaðamaður Feykis mætti á svæðið og smellti nokkrum myndum af hlaupurunum.
.