Gefur málverk í minningu eiginmanns síns
Anna Þórðardóttir færði á dögunum Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki að gjöf glæsilegt málverk í minningu um Þórhall Filippusson listamann og eiginmann hennar. Þórhallur málaði verkið árið 1989 og gaf hann því nafnið Móðir jörð.
Sagan á bakvið tilurð málverksins er að Þórhall dreymdi að hann væri ferjuflugmaður milli tungls og jarðar og einhverju sinni þegar hann var staddur á tunglinu, skammt frá flaug, er honum litið til jarðar og þá blasti hún við honum eins og málverkið sýnir.
Einnig gaf Anna HS hægindastól á hjólum sem mun nýtast stofnuninni vel. Framkvæmdastjórn HS færir Önnu kærar þakkir fyrir góðar gjafir.
Myndin er tekin við listaverkið Móðir jörð þegar afhending gjafana fór fram.